Skilmálar
Með því að smella á staðfesta veitir þú Samhjálp leyfi til að stofna kröfu með upphæð sem þú velur á kennitöluna þína. Krafan mun birtast í heimabankanum þínum. Styrkurinn verður notaður til að veita umkomulausu og fátæku fólki jólamáltíð. Einnig veitir þú Samhjálp leyfi til að miðla til þín upplýsingum um hvernig styrkur þinn nýtist í starfi og kynna önnur verkefni félagsins. Þú getur hvenær sem er óskað eftir því að hætta að fá slíkar upplýsingar eða að upplýsingum sé eytt. Smelltu hér til að lesa persónuverndarstefnu félagsins.
Gleðileg jól?
Það á enginn að vera svangur um jólin.
Veldu fjölda máltíða sem þú vilt gefa, fylltu út formið og við stofnum eingreiðslukröfu í heimabankanum þínum.
Fyrir suma lítur jólamaturinn svona út - en þú getur breytt því.
Á hverjum degi leitar stór hópur fólks til Kaffistofu Samhjálpar og fær þar heita máltíð, skjól og samveru. Þetta fólk býr við mjög erfiðar félagslegar aðstæður, sárafátækt og jafnvel heimilisleysi. Um jólin bjóðum við upp á hátíðarmáltíðir svo að allir geti fengið góðan jólamat.
Með því að gefa máltíð tryggir þú að fólk sem þarf á því að halda fái góðan mat, hlýju og samveru um jólin.
Veldu fjölda máltíða sem þú vilt gefa, fylltu út formið og við stofnum eingreiðslukröfu í heimabankanum þínum.